Thursday, February 27, 2014

Það hefur aldrei verið jafn skemmtilegt að þrífa þvott!


Fyrstu AirBNB gestir okkar koma um helgina og ég er núna að þrífa utan af rúminu.. Sængurnar, koddana, sængurverin og koddaverin :) Við erum sem sagt að leigja út gestaherbergið til ferðamanna. Auðvitað fyrir fjölskyldu og vini er frítt að koma og gista hjá okkur! Ég vona að t.d. Sólveig og Edda geti komið í heimsókn til mín á þessu ári, í sumar kannski ? Sjálf kem ég til Íslands í Apríl.

2 comments: